Sextán eru nú skráðir í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Í öllum tilvikum er um smit á landamærum að ræða. Tíu þessara skráninga tengjast súrálsskipi er liggur við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, en þau voru áður skráð sem „óstaðsett“ á covid.is. Þá tengjast fimm þeirra Norrænu frá komu hennar í síðustu viku og eitt Keflavíkurflugvelli. Að mati aðgerðastjórnar er ekki ástæða til að ætla dreifingu smita vegna þessa innan fjórðungsins.
Síðdegis í gær kom ísfisktogarinn Gullver NS til Seyðisfjarðar með góðan afla að lokinni fimm daga veiðiferð. Aflinn var blandaður samtals 112 tonn þar 44 tonn af ýsu rúmlega 30 tonn af. Þorski.
Agnes Isabel hefur opnað tattústofu á Eskifirði og hefur töluvert að gera við að tattúvera íbúa þar sem og annarsstaðar að af Austurlandi. Agnes er jafnframt listmálari og hefur stundað fjarnám í myndlist við listaskóla í San Francisco.
„Við hjónin erum bæði að læra íslensku í augnablikinu enda höfum við hugsað okkur að búa hér áfram,“ segir Dileydi Florez, myndlistarkona frá Portúgal, sem sest hefur að á Djúpavogi ásamt eiginmanni sínum.
Búið er að skrifa undir samninga vegna sorphirðu í Fjarðabyggð, sem boðin var út nýverið. Alls bárust 24 tilboð í fjóra mismunandi verkþætti. Nýir verktakar taka við verkunum í vikunni.
Ekki hafa greinst ný Covid-19 smit í flutningaskipinu Taurus Confidence, sem liggur í Mjóeyrarhöfn, í meira en viku. Sextán Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi, allt landamærasmit.
Byggðaráð Múlaþings hefur samþykkt að legga til við sveitarstjórn að áhersla verði lögð á útvega fjármagn til framkvæmda við Hálendishring á Austurlandi.
Alls verða 622 skammtar af bóluefni við Covid-19 veirunni verða notaðir á Austurlandi í þessari viku. Lokið verður við að bólusetja nær alla fædda árið 1950.
Á heildina litið er rekstrarafkoma Fjarðabyggðar góð miðað við árferði á síðasta ári. Afkoma ársins hjá samstæðu A og B hluta var jákvæð um 211 milljónir kr. en þar af var afkoma A hluta jákvæð um 52 milljónir kr.