Vopnafjörður: Bolfiskvinnsla gæti byrjað í nóvember

Vinnsla í nýrri bolfiskvinnslu á Vopnafirði gæti hafist í nóvember. Framkvæmdum við hana miðar vel.


Þetta kemur fram í frétt á vef HB Granda í dag. Vinnslan verður til húsa þar sem Tangi hf. starfrækti áður frystihús. Flatarmál vinnslusalarins er um 500 fermetrar og munu 35-40 manns vinna við bolfiskvinnsluna.

Von er á frystivélum um mánaðarmótin og loftræstisamstæði. Annar búnaður er á áætlun. Klára þarf vinnslusalinn áður en hægt er að koma fiskvinnslubúnaðinum fyrir.

Það er Mælifell ehf., trésmiðja á Vopnafirði sem hefur haft veg og vanda af því að breyta húsakynnum gamla frystihússins þannig að þau henti nýrri bolfiskvinnslu HB Granda.

Tilkynnt var um bolfiskvinnsluna í byrjun árs en henni er meðal annars ætlað að skjóta styrkari stoðum undir atvinnustarfsemi á Vopnafirði með að jafna út sveiflur í uppsjávarvinnslu sem hefur verið uppistaðan. Almennt hefur verið búist við að fullur kraftur færi í nýju vinnsluna eftir áramót.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.