Vopnafjarðarhreppur: Reikna með yfir ríflega 90 milljóna hagnaði

Gert er ráð fyrir tæplega 93 milljóna hagnaði af rekstri Vopnafjarðarhrepps á árinu. Fráveituframkvæmdir verða fyrirferðamestar á árinu.


Sveitarfélagið hefur síðustu ár verið í hópi best stæðu sveitarfélaga landsins og í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu skulda og hækkun á haldbæru fé. Þannig er gert ráð fyrir að skuldir verði tæpar 324 milljónir í lok nýhafins árs og verði komnar niður í 233 milljónir árið 2019. Á sama tíma er reiknað með að handbært fé aukist úr 60 milljónum í 113.

Tæpar 125 milljónir eru ætlaðar til framkvæmda í ár. Mestur kostnaður er við fráveituframkvæmdir, 30 milljónir. Af öðrum helstu verkefnum má nefna meiriháttar viðhald á fasteignum og gatakerfi, skólabyggingum, sundlauginni í Selárdal auk þess sem dýpa þarf höfnina.

Tekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar tæpar 934 milljónir, þar af 622 milljónir í A-hluta. Ekki er gert ráð fyrir lántökum heldur verður gengið á eigið fé til að mæta framkvæmdum umfram rekstrarniðurstöðu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.