Vonast til að vinnu í göngunum ljúki í nótt

Vonast er til að viðgerðum á lofti Norðfjarðarganga ljúki í nótt þannig að umferð geti verið með eðlilegum hætti á ný í fyrramálið.

Göngin hafa verið lokuð frá klukkan átta að kvöld til sjö að morgni undanfarna daga vegna vinnu í göngunum.

Síðustu nótt var unnið til að verða fjögur og var klárað að setja upp net. Nú í nótt stendur til að sprauta steypu á svæðið. Gangi það án vandræða mun ekki þurfa að loka göngunum aftur.

Umferð um þau hefur verið takmörkuð í tvær vikur eftir að berg og steypa hrundi úr lofti þeirra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.