Von á hjólastólaaðgengi í landsbyggðarstrætó

Von er á sérsmíðuðum strætisvagni með hjólastólaaðgengi sem aka mun leiðina Akureyri-Egilsstaðir innan tíðar.

Frá þessu er greint í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Vegagerðin gerði síðasta sumar kröfu um aðgengi fólks í hjólastólum í útboði landssamganga.

Nýverið var tekinn í notkun fyrsti sérsmíðaði strætisvagninn með hólastólalyftu á leiðinni Reykjavík – Akureyri. Von er á öðrum innan skamms fyrir leiðina milli Egilsstaða og Akureyrar, en SBA keyrir þá leið.

Farþegar, sem þurfa aðgengi fyrir hjólastól, þurfa að hafa samband við þjónustuver Strætó í síma 540-2700 með minnt 24 tíma fyrirvara til að láta vita í hvaða ferð þarf sérútbúinn bíl. Þjónustuverið hefur síðan samband við rekstraraðila til að tryggja að réttur bíll verði til staðar í ferðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar