Vinnslan hjá Gullbergi ehf. á Seyðisfirði gengur vel

Það sem af er þessu ári hefur vinnslan í fiskvinnslustöð Gullbergs ehf. á Seyðisfirði gengið afar vel og hafa 725 tonn verið unnin til þessa.



Í síðustu viku var unnið úr tæplega 100 tonnum af fiski sem komu frá Gullver NS, Vestmannaey VE, Bergey VE, Björgvin EA og Björgúlfi EA. Frá þessu segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Á þessu ári hefur mest verið unnið af þorski í fiskvinnslustöðinni en nú fer að líða að því að áhersla á ufsavinnslu muni aukast. Ufsaveiði hefur verið að glæðast að undanförnu úti fyrir Suðurlandi.

Síldarvinnslan festi kaup á fiskvinnslustöðinni og togaranum Gullver NS í lok árs 2014 og síðan hafa umsvif starfseminnar aukist mikið. Á árinu 2015 tók fiskvinnslustöðin á móti tæplega 3.400 tonnum til vinnslu og var það aukning á mótteknu hráefni frá árinu áður um rúmlega 83%.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.