Vinna við bráðavarnagarða gengur vel

Búið er að setja upp bráðavarnagarða ofan við Múla á Seyðisfirði og að mestu ofan við Botnahlíð. Bráðavarnagarðar við Nautaklauf klárast í vikunni.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings þar sem birt er verkefnaáætlun fyrir næstu daga. Framhúsið og Breiðablik verða hífð í vikunni. Þegar búið er að fjarlægja húsin mun hópur frá Tækniminjasafninu byrja að hreinsa þau svæði sem verða aðgengileg við flutning húsanna.

Einnig kemur fram að hreinsun úti fer fram á tveimur stöðum, hjá Slippnum og Tækniminjasafninu. Vinna er í gangi í görðunum ofan við Slippinn.

Þá segir að munahreinsun gangi vel og fer hún fram í Silfurhöllinni. Auk þess er verið að vinna að hönnun á svæðinu milli Fossgötu og Búðarár.

Mynd: Múlaþing.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar