Viðbúnaðarstigi aflétt eystra

Óvissustigi almannavarna, sem lýst var yfir á Austfjörðum seinni part fimmtudags hefur verið aflétt. Áfram er þó fylgst með þekktum skriðusvæðum.

Óvissustigið þýðir að betur er fylgst með atburðarás sem síðar getur ógnað heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar.

Því var lýst yfir á fimmtudag eftir miklar rigningar í fjórðungnum sem höfðu í för með sér flóð og skriðuföll.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi og ríkislögreglustjóra segir að almenn skriðuhætta sé liðin hjá. Áfram verðu þó fylgst vel með þekktum skriðusvæðum í fjórðungnum.

Stærsta skriðan sem vitað er um féll í Hamarsfirði á fimmtudagsmorgun. Á vef Veðurstofunnar segir að vitað sé um skriðu sem féll á vegslóða sem liggur í Vöðlavík og Viðfjörð, skriður í Skriðdal og nokkrar minni á fleiri stöðum.

Óvissustig vegna almannavarna gildir áfram í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Stór skriða féll í Hamarsfirði á fimmtudag. Mynd: Eiður Ragnarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.