„Við vísindamenn viljum öll vita hvort það sé, eða hafi verið, líf á Mars“

Laugardaginn 26. Ágúst verður haldið málþing um steingervinga á Íslandi á Breiðdalssetri á Breiðdalsvík. Dagskráin byrjar 13:30, en fjórir munu flytja þar erindi.

 

„Við vísindamenn viljum öll vita hvort það sé, eða hafi verið líf á Mars“, segir Christa M. Feucht, jarðfræðingur og verkefnastjóri Breiðdalsseturs á Breiðdalsvík. Hún mun enda málþingið á að ræða rannsókn sína á frumlífverum sem fundust í jaspís í Breiðdalnum. „Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður hjá vísindamönnum sem hafa komið hingað til að bera saman umhverfið hér á landi við umhverfið á Mars, til að reyna að komast nær því að vita hvort það hafi verið líf á Mars“, segir Christa.
Christa framkvæmdi rannsókn þessa fyrir um 10 árum síðan, er hún labbaði fjöllin í Breiðdalnum í leit að jaspís sem hún síðan skoðaði í smásjá, kortlagði og ljósmyndaði síðan.
„Kannski verður einhverntímann hægt að bera þessar ljósmyndir saman við frumlífverur á Mars til að rannsaka þetta enn betur“, segir Christa vongóð um svör við þessari spurningu.

Aðrir fyrirlesarar eru Gunnar Sveinbjörn Ólafsson sem mun ræða almennt um steingervinga, Grétar Jónsson sem mun segja frá fundi sínum árið 1980 á mögulegum steingervingi hjartadýrs, eini sem hefur fundist hér á landi, og Jóhann Helgason sem segir frá Jarðlaga- og loftslagsbreytingum í tengslum við Hólmatindssetlögin í Reyðarfirði fyrir um 10.72 milljón árum.

Málþingið er hugsað fyrir almenning og er hægt að nálgast nánari upplýsingar eru hægt að sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.