„Við viljum gera sjálf“

Sýningin Að heiman og heim opnaði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Sýningin hefur síðustu ár snúist um útskriftar verk austfirskra listnema en í ár er áhersla á samtalið um innviðina sem þurfa að vera til staðar á svæðinu.


„Við viljum tala um samfélagsgrundvöllinn og innviðina. Hvaða innviðir þurfa að vera hér í lagi til að við getum sinnt okkar störfum hér.

Við viljum búa hérna og við viljum gera sjálf. Við viljum skapa þær aðstæður sem við þurfum en ekki sitja heima,“ sagði Karna Sigurðardóttir formaður SAM-félagsins, samtaka Skapandi fólks á Austurlandi sem stendur að baki sýningunni.

„Þetta er í sjötta sinn sem við höldum hana og í gegnum tíðina höfum við sýnt 25 lokaverkefni háskólanema að austan. Við erum bæði að sýna því áhuga sem þau gera en líka bjóða þeim upp í dans til að finna tækifærin sem eru hérna heima.“

Hún segir félagið bæði samtök áhugafólks um menningu og listir á svæðið en aðalatrið sé að stuðla að atvinnusköpun á sviði skapandi greina á Austurlandi. „Félagið tekur á þeim málum sem brenna á félagsmönnum hverju sinni.“

Sýningin er á efri hæð Sláturhússins og þar er stór gluggi þar sem hægt er að skrifa hugmyndir á um hvað stjórnvöld, íbúar og sveitarfélög geti gert.

„Við hvetjum sýningargesti til að tala saman og koma með lausnir. Það þarf bærði að tala um það sem vel er gert og það sem þarf að gera betur. Við tökum síðan saman þessa punkta og komum á framfæri,“ sagði Unnar Geir Unnarsson, sýningarstjóri.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.