„Við viljum fá haug af tilnefningum“

„Viðurkenningin okkar er hugsuð sem hvatning, gott klapp á bakið, sem fær kannski fleiri til þess að feta í fótspor viðkomandi,“ segir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofunar, en nú óskar stofnunin eftir tillögum að samfélagsviðurkenningunni Landstólpanum, sem veitt verður í apríl.



Landstólpinn er árleg viðurkenning Byggðastofnunar sem verður nú veitt í sjöunda skipti á ársfundi stofnunarinnar í Miðgarði í Varmahlíð þann 25. apríl næskomandi.

Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.

„Við viljum fá haug af tillögum - um drífandi einstaklinga, fyrirtæki eða félagasamtök sem á einhvern hátt hafa byggt upp samfélagið með sínu frumkvæði. Enn hefur viðurkenningin ekki farið austur og vil ég því hvetja alla austfirðinga til þess að hafa augun opin og senda inn tilnefningar um sitt verkefni eða annarra sem gætu fallið undir þetta,“ segir Sigríður.


Verður þitt verkefni á þessum lista í ár?

Dómnefnd mun velja úr tillögum og þar verður metið hvort þær gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði, auki virkni íbúa eða hafi fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu, hafi orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til, hafi dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni.

Eftirtaldir hafa hlotið Landstólpann:

  • 2011: Jón Jónsson, menningarfulltrúi og frumkvöðull á Ströndum
  • 2012: Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði
  • 2013: Þórður Tómasson safnvörður á Skógum undir Eyjafjöllum
  • 2014: Norðursigling á Húsavík
  • 2015: Vilborg Arnarsdóttir á Súðavík vegna verkefnsins Raggagarður
  • 2016: Álftagerðisbræður og Stefán Gíslason.

Frestur til að skila inn tillögum eða ábendingum rennur út þriðjudaginn 28. febrúar, en þær skulu berast gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánari upplýsingar gefur Sigríður K. Þorgrímsdóttir í síma 455-5400 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.