Verum bleik í dag

Októbermánuður er mánuður bleiku slaufunnar og árveknisátaks gegn krabbameinum hjá konum. Krabbameinsfélagið efnir nú til bleiks dags og hvetur fólk um land allt til að klæðast bleiku  í dag til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

 

„Við höfum nú þegar heyrt af nokkrum vinnustöðum sem ætla að leika sér svolítið með bleika daginn og keppa um flottasta dressið og bestu bleiku deildarnar,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs – og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins.

„Við viljum vekja athygli á þessu þarfa átaki en hafa samtímis gaman af! Því hvetjum við fólk  til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af vinahópnum eða vinnufélögunum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem við munum svo setja á síðurnar okkar, www.krabb.is og www.facebook.com/bleikaslaufan.

Gerum okkar dagamun og klæðumst bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.