Verið að prufukeyra nýja frystiklefann hjá Eskju

Þessa dagana er verið að prufukeyra nýja frystiklefann hjá Eskju á Eskifirði. Jón Kjartansson SU kom í höfn með 800 tonn af síld í gærmorgun og var hún sett í klefann.

Páll Snorrason framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs Eskju segir að enn muni líða nokkur tími þar til frystiklefinn og vinnslan tengd honum komist að fullu í gagnið.

„Við erum að ganga frá ýmsum tæknimálum í kringum vinnsluna samhliða því að prufukeyra klefann,“ segir Páll Snorrason. „Við stefnum að því að verkið klárist að fullu eftir mánuð eða svo og við verðum tilbúnir með allt fyrir næstu loðnuvertíð.“

Páll segir ennfremur að Eskju hafi á liðnum árum skort frystipláss en með þessum framkvæmdum á það vandamál að vera úr sögunni.

Eins og fram hefur komið í fréttum er hér um að ræða fyrsta áfangann af þremur upp á 3.200 fermetra.

Á Facebook síðu togarans Jóns Kjartanssonar SU segir að aflinn sem kom á land í gær hafi verið 800 tonn. Stutt hafi verið að fara eða í Seyðisfjarðardjúp og að veiðiferðin hafi aðeins tekið 23 tíma höfn í höfn.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.