Veraldarvinir í sorphreinsun í fjörum Fáskrúðsfjarðar

Hópur fólks úr samtökunum Veraldarvinir (Worldwide Friends) er nú staddur á Fáskrúðsfirði þar sem fólkið hefur gengið um fjörur og hreinsað sorp úr þeim.


Þetta kemur fram á Facebook síðu samtakanna. Veraldarvinir eru sjálfboðaliða samtök sem vinna að umhverfis- og menntamálum. Samtökin eiga 20 ára afmæli á þessu ári.

Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður er einn helsti talsmaður Veraldarvina hérlendis en hann hefur vakið þjóðarathygli á samtökunum fyrir hreinsunarstarf þeirra í fjörum Kolgrafarvíkur og nágrennis á Vestfjörðum. Hreinsunarstarfið var unnið í samvinnu samtakanna Vina Kolgrafarvíkur sem Hrafn stofnaði og Veraldarvina.

Afraksturinn af hreinsunarstarfinu í Kolgrafarvík var settur upp sem sýning á Geirsgötunni í Reykjavík í vetur og vakti töluverða athygli. Meðal gesta á þeirri sýningu voru nokkrir ráðherrar.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar