Vegurinn upp á Fljótsdalsheiði illa farinn eftir krapaflóð

Vegurinn upp á Fljótsdalsheiði er illa farinn efst í Bessastaðafjalli eftir vatnavexti á sunnudag.


Krapastífla virðist hafa komið í Sauðabanalæk sem síðan fór af stað með miklum látum og runnið með fram veginum niður í efstu beygjuna.

Afleiðining er sú að stórt skarð er í hægri akrein á löngum kafla. Grjót og drulla liggur í efstu beygjunni þar sem malbikið er í rúst. Mikið hefur runnið úr veginum í henni neðanverðri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Skemmdir urðu einnig þar í leysingunum milli jóla og nýárs.

Vegurinn upp á Fljótsdalsheiði, þar sem meðal annars er farið inn í Kárahnjúka og að Snæfelli. Inn heiðina er einig ekið að hálendishótelinu Laugarfelli sem á að opna á morgun. Vegurinn inn heiðina hefur verið merktur lokaður síðan á sunnudag.

saudabanalaekur 1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.