Vegurinn um Berufjarðarbotn tilbúinn til útboðs

Vegagerðin er tilbúin að bjóða út nýjan veg um Berufjarðarbotn eftir að Skipulagsstofnun staðfesti nýtt skipulag fyrir svæðið.


Stærsti hluti framkvæmdarinnar er brú yfir Berufjörð sem styttir leiðina umtalsvert. Um leið verður hægt að aka hringinn í kringum Ísland á bundnu slitlagi þótt það verði ekki á Hringveginum sjálfum.

Stefnt er að því að bjóða út vegagerðina í ár en þungi framkvæmdanna verði árin 2017 og 2018, að því gefnu að Alþingi veiti fé til framkvæmdanna á fjárlögum.

Samkvæmt samgönguáætlun sem var lögð fram á þingi síðasta vor áttu 200 milljónir að fara í verkið í ár, 400 á næsta og 170 árið 2018.

Vegurinn tengist núverandi Hringvegi og Axarvegi með T-vegamótum þar sem Axarvegurinn nýtur forgangs. Það fyrirkomulag er nokkuð umdeilt og sendi bæjarstjórn Fjarðabyggðar meðal annars inn athugasemdir við það.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.