Vefverslun með austfirska vöruhönnun

„Núna sjö árum seinna fannst mér vera kominn tími á upplyftingu og breytingu,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, um nýja vörumerkið sitt MOSI kósímosi og vefverslun því tengdu.


Ingunn er samskiptahönnuður og býr á Egilsstöðum. Hun notar eigin teikningar og hönnun í vörulínu úr pappír og textíl. Hún byrjaði með vörulínuna Flóru Icelandic Design fyrir sjö árum. „Það voru aðallega textílvörur og vörur úr pappír ásamt myndverkum sem spruttu út frá plöntuteikningum. Ég var sjálf eiginlega orðin leið á Flóru vörumerkinu og tilbúin til þess að gera eitthvað nýtt,“ segir Ingunn.

Kósí heimilislína
Ingunn hefur nú sett á fót netverslunina www.mosi.shop. Ingunn segir að eftir miklar vangaveltur hafi hún komist að niðurstöðu um að nafnið „MOSI kósímosi“ væri það rétta á vörulínuna.

„Það er eitthvað svo dásamlegt við það að leggjast í dúnmjúkan mosabing, tilfinning sem flestir Íslendingar þekkja. Mosinn er líka harðgerður og duglegur, vex að vísu hægt, en góðir hlutir gerast hægt.

Mig langaði að endurhanna vörumerkið og markaðssetja það á allt annan hátt en Flóru, en þó halda mig við eitthvað sem tengdist náttúrunni áfram, líkt og Flóra var. Mosa vörulínan byggir helst á kósí heimilisvörum, vörum sem gleðja augað en hafa einnig notaglidi.“

Fyrsta verslunin sinnar tegundar
Ingunn segir tilganginn með vefversluninni sé meðal annars að koma vörunum einnig á erlendan markað. „Mosi ætlar að vera mjög duglegur að koma sé á framfæri á Instragram og að sjálfsögðu Facebook en samfélagsmiðlarnir eru besta auglýsingin fyrir vörur í dag. Ég held að vefverslunin sé sú fyrsta sem eingöngu er með austfirska vöruhönnun og það finnst mér dálítið kúl.“

MOSI kósímosi er líka á Facebook. 

 

MOSI lógó

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.