Vatnið komið í lag á Seyðisfirði

Viðgerð er að fullu lokið á tækjabúnaði í vatnshreinsistöð Vatnsveitu Seyðisfjarðar og þurfa íbúar því ekki lengur að sjóða neysluvatn.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum í morgun. Gerlamengun mældist yfir mörkum í sýnum sem tekin voru á fimmtudag og var íbúum í kjölfarið ráðlagt að sjóða neysluvatn.

Ný sýni voru tekin í gær og samkvæmt þeim er mengunin úr sögunni. Varúðarráðstöfunum er því aflétt.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.