Varað við skriðuföllum á Austfjörðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna hættu á skriðuföllum á Austfjörðum. Aurspýja féll í Ljósá á Eskifirði í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands féll jarðvegsfylla úr farvegi árinnar ofan í ána sjálfa. Hún varð við það talsvert mórauð og setti sá litur svip sinn á sjóinn við ós hennar.

Viðvörunin er gefin út því spáð er talsverðri rigningu áfram til miðvikudags með tilheyrandi vatnavöxtum. Víða er jörð orðin vatnsmettuð eftir rigningar og snjóbráð síðustu daga.

Hættan er talin mest í neðri hlíðum. Til fjalla er farið að snjóa og gerir það líklega áfram. Það þykir vita á gott því það dregur úr líkum á skriðuföllum.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.