Útlit fyrir kalda viku

Útlit er fyrir að Austfirðingar þurfi að klæða sig vel ætli þeir að vera úti við í vikunni. Spáð er um tíu stiga frosti flest alla daga.


Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir austlægar áttir og 8-15 stiga frost. Útlit er fyrir að kaldast verði á Héraði á miðvikudagskvöld.

Á Egilsstöðum var 10 stiga frost í morgun. Útlit er fyrir að heldur hlýni eftir hádegið en þá bæti einnig í vind og úrkomu.

Á fimmtudag er útlit fyrir hvassviðri með snjókomu. Um kvöldið snýst um sunnanátt og hlýnar heldur en kólnar aftur á föstudags og laugardag með norðan og norðaustanáttum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.