Kosið utan kjörfundar á tíu stöðum austanlands

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna í umdæmi Sýslumannsins á Austurlandi fer ekki aðeins fram á sýsluskrifstofum, heldur einnig á fjölmörgum stöðum innan fjórðungsins.


Nú eru aðeins rúmar tvær vikur í að Íslendingar gangi að kjörborðinu og kjósi sér næsta forseta, en kjördagur er laugardagurinn 25. júní næstkomandi.

Fram til þess tíma er hægt að greiða utan kjörfundar á öllum sýsluskrifstofum embættisins sem hér segir:

Seyðisfjörður: Bjólfsgötu 7, frá klukkan 9:00-15:00

Egilsstaðir: Lyngási 15, frá klukkan 9:00-12:00 og 13:00-15:00

Eskifjörður: Strandgötu 52, frá klukkan 9:00-15:00

Vopnafjörður: Lónabraut 2, frá klukkan 10:00-13:00


Þess utan er einnig boðið upp á að greiða atkvæði á öðrum stöðum og öðrum tímum sem hér segir:

Borgarfjörður: Á hreppstofunni, á opnunartíma og samkvæmt samkomulagi við kjörstjóra.

Breiðdalshreppur: Á skrifstofu sveitarfélagsins, Selnesi 25, á opnunartíma.

Djúpivogur: Á skrifstofu sveitarfélagsins, Bakka 1, á opnunartíma.

Neskaupstaður: Á bókasafninu. Nesskóla, Skólavegi 9, jarðhæð, á almennum opnunartíma safnsins, mánudaga til fimmtudaga.

Fáskrúðsfjörður: Á bókasafninu, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, Hlíðargötu 56, á almennum opnunartíma safnsins, á miðvikudögum og föstudögum.

Fljótsdalshérað: Á bókasafninu, Safnahúsinu, Laufskógum 1, 3. hæð, alla virka daga milli klukkan 15:00-19:00.



Margvíslegar upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á vefnum kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.