Uppbyggingarsjóður Austurlands: Hæstu styrkirnir í sálfræði og sveitasnakk

LungA, Havarí, til framleiðslu sveitasnakks, og Orri Smárason sálfræðingur, til að þróa sáttar- og atferlismaðferð, fengu hæstu styrkina þegar úhlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í dag. Alls var úthlutað 58,5 milljónum til 80 verkefna.


Hvert þessara þriggja verkefna fær þrjár milljónir króna. Fyrirtækið Havarí á Karlsstöðum í Berufirði fær styrk til áframhaldandi vöruþróunar og markaðssetningar á Sveitasnakki.

Orri, sem starfar í Neskaupstað, fær styrkinn í verkefni sem ber heitið „Lifðu betur.“ Það snýst um þróun leiða til að hjálpa fólki að nýta sér svonefnda ACT Therapy (sáttar- og atferlismeðferð) sem gefið hefur góða raun við lausn á geðrænum vanda og vanlíðan.

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, fékk einig þriggja milljóna styrk en orðspor hennar nær langt út fyrir landsteinana.

Af öðrum styrkjum má nefna að Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands, fékk 4,8 milljónir í þrjú verkefni, PES ehf. fékk 2,4 milljónir í vöruþróun á byssuskeftum og tengdum vörum, fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði fengu 1,4 milljónir og 1,3 milljónum var veitt í Náttúrulaugar á Vestdalseyri.

Eiríkur Hilmarsson, formaður úthlutunarnefndar, sagði við úthlutunina að umsóknirnar bæru þess merki að mikil gróska væri í menningarmálum í landshlutanum og gott hefði verið að geta styrkt verkefnin betur. „Þá eru mörg áhugaverð sprotafyrirtæki að fá styrki og vonandi taka þessir nýju sprotar góðan vaxtarkipp sem fyrst,“ sagði hann ennfremur.

Heildarlisti yfir styrkþega, verkefni og upphæðir:

Styrkþegi Heiti verkefnis Styrkupphæð

Orri Smárason Lifðu betur – nýting á sátta- og atferlismeðferð til að auka lífsgæði 3.000.000 kr.
Havarí ehf. Lífræn snakkgerð – nýjungar og tækjakaup til að auka samkeppnishæfni 3.000.000 kr.
LungA - Listahátíð ungs fólks, Austurlandi LungA listahátíð 2017 3.000.000 kr.
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands Fræðslufulltrúi – þróun/gerð fræðsluverkefna fyrir grunnskólanemendur 2.500.000 kr.
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands Sýningardagskrá Skaftfells 2017 1.700.000 kr.
Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands Fræðsluverkefni – að auka lífsgæði/víkka heimsmynd barna 600.000 kr.
PES ehf. Krossdal Gunstock – vöruþróun á byssuskeftum og tengdum vörum 2.400.000 kr.
PES ehf. LARIX – vöruþróun úr austfirskum við unnið í CMC fræsara 500.000 kr.
Wasabi Iceland ehf. Markaðssetning á íslensku wasabi 2.000.000 kr.
Borgarfjarðarhreppur Að vera valkostur 2. hluti - að fjölga íbúum á Borgarfirði 1.500.000 kr.
Félag áhugafólks um fornleifar í Stöðvarfirði Fornleifarannsóknir í Stöð 2017 1.400.000 kr.
Drif ehf. Náttúrulaugar á Vestdalseyri, Seyðisfirði – hönnun 1.300.000 kr.
Móðir Jörð ehf. Austfirska matborðið – hönnun á borðbúnaði úr íslenskum við 1.200.000 kr.
Stafkrókur - Ritsmiðja Austurlands Skáldatími – ritlistarnámskeið 10-16 ára í samstarfi við Gerði Kristnýju 1.200.000 kr.
ESUALC ehf. Gamla bókabúðin – uppsetning á Sirkusmarkaðnum og vinnurými 1.000.000 kr.
Aðalheiður Borgþórsdóttir Vetur á Austurlandi – þriðji áfangi í uppbyggingu vetrarferðamennsku 1.000.000 kr.
Kammerkór Egilsstaðakirkju Messías eftir Händel –- uppsetning á Egilsstöðum 1.000.000 kr.
Djúpavogshreppur Rúllandi snjóbolti 2017 1.000.000 kr.
Djúpavogshreppur Miðstöð Cittaslow á Íslandi 500.000 kr.
Djúpavogshreppur Tankurinn – nýstárlegt sýningar- og viðburðarými 300.000 kr.
Djúpavogshreppur – Teigarhorn Snjallsímaratleikur á Teigarhorni 200.000 kr.
FAUST - Ferðamálasamtök Austurlands Áfangastaðurinn Austurland – innleiðing 1.000.000 kr.
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Þjóðleikur á Austurlandi 2017 1.000.000 kr.
LungA skólinn Netagerðin – vinnurými fyrir listamenn 1.000.000 kr.
Sjóminjasafn Austurlands Sæbergssvæði að Randulffssjóhúsi – hönnun og útfærsla 1.000.000 kr.
List í ljósi Vetrarlistahátíðin List í ljósi 2017 900.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands Smiðjuhátíð 2017 – námskeið, sýningar, leiðsögn 800.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands Uppbygging þjónustuhúss Tækniminjasafnsins 800.000 kr.
Breiðdalsbiti ehf. Kjötvinnsla – fullvinna og markaðssetja sauðfjárafurðir, matarhandverk 800.000 kr.
Breiðdalssetur ses. Uppbygging jarðfræðitengdrar ferðaþjónustu 800.000 kr.
SAM félagið, grasrótarsamt skapandi fólks MAKE it happen 2017 – viðburður á Hönnunarmars 800.000 kr.
SAM félagið, grasrótarsamt. skapandi fólks Stefnumót við Skógarsamfélag 2 300.000 kr.
SAM félagið, grasrótarsamt. skapandi fólks Að heiman og heim – sýning á lokaverkefnum í skapandi greinum 300.000 kr.
Verkmenntaskóli Austurlands Tæknidagur fjölskyldunnar 2017 800.000 kr.
FOSS - Litten Nystrøm og Linus Lohmann On Site – útgáfa bókverka eftir íslenska og erlenda listamenn 700.000 kr.
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar – rekstur og uppbygging 700.000 kr.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Páll og heiðarbýlin 700.000 kr.
Alona Perepelytsia Dansskóli Austurlands 700.000 kr.
Óbyggðasetur ehf. Stjörnuskoðunarstöð – hönnun og uppsetning 700.000 kr.
Óbyggðasetur ehf. Náttúrulaug með menningarlega tengingu 500.000 kr.
Minjasafnið á Bustarfelli Ljóðin hennar Erlu í nýjum búningi 700.000 kr.
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands Færeyingar á Austurlandi á ofanverðri 19. öld og fyrri hluta 20. Aldar 600.000 kr.
Monika Frycova PURE MOBILE vs. DOLCE VITA, seinni hluti – skrásetning á gjörning í bókarformi 600.000 kr.
Sigurðardóttir ehf. Okkar eigin höfundasmiðjur 2017 600.000 kr.
Sigurðardóttir ehf. Sea of Light – handrit og þróun 400.000 kr.
Hið Austfirzka bruggfjelag 1 Microbar tengdur brugghúsi 500.000 kr.
Viktor Pétur Hannesson Pólar 2017 – sjálfbær matar- og menningarhátíð 500.000 kr.
Ólöf Björk Bragadóttir Hátíð/listsmiðja sem byggir á arfleifð eyjarinnar Réunion í Indlandshafi 500.000 kr.
Philippe Clause The Scent Bank – áframhaldandi vinnsla/þróun á seyðisfirskum ilm 500.000 kr.
Tónlistarstundir Tónlistarstundir 2017 500.000 kr.
Bókstafur ehf. 101 Austurland – Útgáfa á ensku og þýsku 500.000 kr.
Gunnarsstofnun Söguhjúpur fyrir snjalltæki – sögulegir símaleikir 500.000 kr.
Gunnarsstofnun og fleiri Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 200.000 kr.
Guðrún Schmidt Sjálfbærnismiðja – fyrsti áfangi 500.000 kr.
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan 2017 500.000 kr.
Útgáfufélag Austurlands Austfirskir viðtalsþættir 500.000 kr.
Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði Samstarf við tónlistarskóla á Austurlandi 500.000 kr.
Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði Inprov sýning og námskeið 300.000 kr.
Kirkju- og menningarmiðstöðin Eskifirði Gospel-námskeið 200.000 kr.
Upphéraðsklasinn (Gunnarsstofnun) Njóttu lífsins við Lagarfljót – átak 300.000 kr.
Bjarni Þór Haraldsson Heiðurs- og yfirlitstónleikar Ronni James Dio 75 ára 300.000 kr.
Hús Handanna B A Z I K/DIY – nytjalist úr austfirskum skógi 300.000 kr.
Ívar Andri Bjarnason MurMur – útgáfa hljómplötu 300.000 kr.
Steinunn Gunnlaugsdóttir Fædd-Born-Née-Geboren – Vinna og sýning í Sláturhúsinu menningarsetri 300.000 kr.
Fura/Björt Sigfinnsdóttir Poems of the Past – tónleikar með sjónrænni upplifun 300.000 kr.
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og fleiri Flutningur á verkinu Stabat mater eftir Giovanni Battista Pergoles 300.000 kr.
Suncana Slamnig Sembalhátíð í Vallanesi 300.000 kr.
Þroskahjálp Austurlandi Listahátíðin List án landamæra á Austurlandi 300.000 kr.
Erla Dóra Vogler Tónlistarskemmtun með Dægurlagadraumum 200.000 kr.
Kvenfélag Hróarstungu Pálsvaka í tilefni 190 ára afmælis Páls Ólafssonar 200.000 kr.
Æskulýðssamb. kirkjunnar Austurl., ÆSKA Girls4Girls - Changing the world – verkefni fyrir konur á aldrinum 16-20 ára 200.000 kr.
Litl ljóða hámerin Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki 2017 200.000 kr.
Litl ljóða hámerin Ljóðaganga í skógi 2017 100.000 kr.
Kvennakórinn Héraðsdætur Héraðsljóðafljóð, – ljóða- og lagasamkeppni 200.000 kr.
Árni Kristjánsson, leikhópurinn Lakehouse Í samhengi við Stjörnurnar – verk sett upp í samvinnu við MMF 200.000 kr.
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi Útgáfa tveggja ljóðabóka 2017 200.000 kr.
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs Matjurtarækt á Austurlandi 200.000 kr.
Öldugata frumkvöðlasetur Uppbygging fjölnotarýmis og verkstæðis 200.000 kr.
Sámur bóndi ehf. Hrafnkelssögudagurinn á Aðalbóli 100.000 kr.
Snorri Páll Jónsson TRIZOI, þrjðji hluti hljóðverks og viðburður í Tankinum á Djúpavogi 100.000 kr.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.