Ungmenni á Vopnafirði vilja bæta íþróttaaðstöðuna

Sveitarstjórn Vopnafjarðahrepps tók fyrir á síðasta fundi sínum erindi frá ungmennum í bænum sem komu á framfæri hugmyndum um bætta aðstöðu og umgengni við íþróttamannvirki bæjarins. Sveitarstjórinn fagnar þeirri umhyggju sem þau sýna fyrir umhverfinu.


„Þetta er áhugavert erindi frá ungu fólki. Það er gott að vita til þess að það fylgist með staðnum sínum og því sem þar mætti betur fara og er ófeimið að koma því á framfæri,“ segir sveitarstjórinn, Ólafur Áki Ragnarsson.

Nýverið heimsóttu nokkur ungmenni á aldrinum 12-13 ára hreppsskrifstofuna með erindi sem þau óskuðu eftir að sveitarfélagið tæki afstöðu til.

Þar er beðið um kar með köldu vatni við sundlaugina og að komið verði upp skilti við íþróttavöllinn á Vopnafirði sem minni á að reykingar séu þar bannaðar.

Ólafur Áki segir að gengið verði í framkvæmdirnar. Eina spurningin sé um tíma, hvort þær henti betur í vor eða haust.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.