Umferð um Hringveginn minnkaði um 27% á Austurlandi

Umferðin um Hringveginn í ágúst minnkaði langmest á Austurlandi eða um rúmlega 27% miðað við sama mánuð í fyrra. Raunar hefur umferð um Hringveginn um landið í heild í ágúst ekki minnkað jafnmikið síðan að mælingar hófust.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að umferðin í ágústmánuði á Hringveginum dróst saman um 12 prósent miðað við umferð í sama mánuði í fyrra. Ekki hefur áður mælst viðlíka samdráttur í umferð í ágúst en þetta er ríflega fjórum sinnum meiri samdráttur en áður hefur mælst mestur.

Ennfremur segir að útlit sé fyrir að umferðin í heild dragist saman um 12 prósent í ár sem er gríðarlega mikill samdráttur á milli ára. Frá áramótum hefur umferðin um Austurland minnkað um 26%

Umferð dróst saman í öllum landssvæðum í ágúst og mest á Austurlandi eða um rúmlega 27%, eins og fyrr segir, en minnst á og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um tæp 6%. Hvað aðra landshluta varðar minnkaði umferðin um Suðurland um rúmlega 20% en Vesturland um tæplega 11% svo dæmi séu tekin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.