UMF Þristur hlaut Hermannsbikarinn

Á sambandþingi UÍA sem fram fór á dögunum var tilkynnt að UMF Þristur hlyti Hermannsbikarinn fyrir árið 2019 fyrir útivistarnámskeiðin sem félagið hefur byggt upp með góðum árangri undanfarin ár.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fljótsdalshéraðs. Þar segir að bikarinn gáfu Dóra Gunnarsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er árlega afhentur félagi, deild eða einstaklingi sem hefur staðið að nýsköpun, þróun eða uppbygginu í sínu starfi.


Mynd: Þrautabraut fyrir unga hjólagorma UMF Þristar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar