Þvottaveldið opnar á Breiðdalsvík

„Mér fannst ég hafa svo mikinn frítíma að mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Sigríður Stephensen Pálsdóttir, stofnandi Þvottaveldisins, sem er eitt þeirra fjórtán verkefna á Breiðdalsvík sem hljóta brautargengi til samfélagsverkefna á vegum verkefnisins Brotthættra byggða í ár.



Markmiðið með verkefninu Brothættum byggðum er meðal annars að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra.

Áætlaður heildarkostnaður þeirra verkefna sem hlutu styrk á Breiðdalsvík í ár er um 40 milljónir króna, sótt var um styrki fyrir 11,7 en alls fengust 5,3 milljónir. Jöfn kynjahlutföll voru á milli styrkþega þar sem sjö konur og sjö karlar hlutu styrki.



Eftirtalin verkefn hlutu styrki:

Sigríður Stephensen Pálsdóttir Þvottaveldið 900.000

Karítas Ósk Valgeirsdóttir Hárstyrtistofa 700.000

Útgerðarfélagið Einbúi ehf Vöruþróun 700.000

Breiðdalsbiti ehf Markaðssetning og þróun vara Breiðdalsbita 600.000

Hið Austfirzka Bruggfjélag ehf Beljandi Brugghús starfsleyfisumsóknir 450.000

Bifreiðaverkstæði Sigursveins ehf Vakinn gæðavottun í ferðaþjónustu 400.000

Breiðdalshreppur Viðburðastjórn menningardags Breiðdælinga 2017 300.000

Halldór Jónsson Breiðdalsgáttin 250.000

Kvennfélagið Hlíf Rock the Boat 200.000

Þorgils H. Gíslason/Hrafnkell Freysgoði Frisbígolf - völlur 200.000

Arnaldur Sigurðsson Ullargull 200.000

Breiðdalssetur Ný heimasíða fyrir Breiðdalssetur 150.000

Breiðdalssetur Walker mapping award 150.000

Arnar Sigurvinsson Landbúnaðartengt Hostel í Breiðdal 100.00



Eitt og hálft til tvö heilsársstörf

Sigríður segir að hugmyndin hafi komið til sín eftir að hún flutti til Breiðdalsvíkur frá Reykjavík fyrir tveimur árum. „Ég er menntaður félagsráðgjafi og hef starfað við það og alltaf unnið mjög mikið. Þegar ég flutti hingað fór ég að kenna við grunnskólann og var einnig náms- og starfsráðgjafi í hlutastarfi í Fjarðabyggð um tíma. Þrátt fyrir það fannst mér ég eiga svo mikinn aukatíma að mig langaði að gera eitthvað sem skapaði störf á staðnum.

Sigríður segir að hún og maðurinn hennar, Árni Björn Guðmundsson, hafi velt því fram og til baka í hvaða rekstur væri sniðugast að fara, hvað vantaði og væri raunhæft að reka á staðnum.

„Við gerðum óformlega könnun í kringum okkur og sáum að það er rekstrargrundvöllur fyrir þessu og við stefnum á að skapa eitt og hálft til tvö heilsársstörf til að byrja með. Við stefnum á að opna 1. júní, við erum að standsetja húsnæðið og kaupa inn tæki og þýskt gæðalín, bæði rúmföt og handklæði. Við munum semsagt bjóða upp á leigu á líni ásamt að skutla því og sækja til viðkomandi. Það er engin sambærileg þjónusta í nágrenninu, en þessir rekstraraðilar hafa þurft að sækja lín um langan veg. Auðvitað munum við einnig bjóða upp á þrif á öðru líni ef eftir því er óskað.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.