Tvö umferðaróhöpp á sama staðnum í Fáskrúðsfirði

Tvö umferðaróhöpp urðu um helgina í utanverðum Fáskrúðsfirði þar sem staðið hafa yfir vegaframkvæmdir. Mildi þykir að ekki urðu teljandi slys á fólki.


Slysin urðu í svokölluðu Einstigi yst í firðinum á leiðinni yfir til Stöðvarfjarðar. Lausamöl er þar á veginum sem varð til þess að tveir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum, annar á föstudag, hinn á laugardag.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn, segir mildi að ökumenn bílanna, sem voru einir á ferð hafi sloppið með lítil meiðsli. „Báðir bílarnir fóru mjög illa og þess vegna er mildi hvernig þeir sluppu.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.