Tveir smitaðir af COVID um borð í Norrænu

Í tilkynnningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um borð í Norrænu sem er á leið til landsins eru tveir farþegar sem greindust jákvæðir við Covid-19 í skimun í Danmörku og hafa þeir verið í einangrun um borð. Ekki leikur grunur á að aðrir farþegar hafi smitast.

Farþegarnir tveir munu fara í sýnatöku til mótefnamælingar við komuna til Seyðisfjarðar og verða áfram í einangrun a.m.k. þangað til niðurstaða mótefnamælingarinnar liggur fyrir.

Í tilkynningunni segir að Norræna kemur til Seyðisfjarðar á morgun þriðjudag 25.08. í sína fyrstu ferð á vetraráætlun þetta haustið.

Farþegar um borð á leið til Seyðisfjarðar eru 162 og munu þeir allir gangast undir sýnatöku vegna Covid-19 á Seyðisfirði.

Allir aðrir farþegar með Norrænu eiga að sæta sóttkví í 4-6 daga að lokinni sýnatöku á Seyðisfirði auk þess að fara í seinni sýnatöku eins og reglur gera ráð fyrir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.