Tveir í einangrun eftir landamæraskimun

Tveir einstaklingar eru í einangrun á Austurlandi vegna Covid-19 smits. Veiran greindist hjá báðum þeirra við landamæraskimun. Þriðji einstaklingurinn er skráður er með veiruna eystra dvelur ekki á svæðinu.

Samkvæmt tölum Covid.is eru þrjú virk smit á Austurlandi og þrír í sóttkví.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að tveir þeirra hafi greinst smitaðir við sýnatöku í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins.

Þeir hafi ekið saman austur í einkabíl og hafi síðan verið í einangrun á heimili sínu. Fylgst er með líðan þeirra og þörfum bæði af Heilbrigðisstofnun Austurlands og Covid-19 göngudeild Landsspítalans.

Enginn er í sóttkví vegna þessara smita og engin grunur um nein smit út frá þeim. Fólkið verður í einangrun meðan veikindi þess vara, en gera má ráð fyrir að það verði í hálfan mánuð.

Þriðji einstaklingurinn sem skráður er með smit er með lögheimili í fjórðungnum en er í einangrun í öðrum landshluta. Fjöldinn á Covid.is verður leiðréttur til samræmis við þetta í næstu uppfærslu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.