Tryggvi Ólafsson látinn

Myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson frá Norðfirði lést í gær eftir erfið veikindi. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.



Tryggvi var fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn, en þar starfaði hann að myndlist sinni í yfir 40 ár.

Tryggvi naut hylli bæði hérlendis og erlendis. Verk hans voru alltaf pólitísk og persónuleg, stundum pólitísk, en í seinni tíð varð hann jafnvel djarfari í myndmáli og litanotkun. Tryggvi var riddari af Dannebrog, handhafi fálkaorðunnar og hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018.

Eftir alvarlegt slys 2007 gat Tryggvi ekki málað lengur og fluttist til Íslands með eftirlifandi eiginkonu sinni Gerði Sigurðardóttur, en þau giftu sig í Kaupmannahöfn árið1962. Þau áttu þrjú börn þau Stíg, Gígju og Þránd. Þó Tryggvi hafi ekki getað málað eftir slysið hélt hann áfram að vinna að list sinni og vann grafík fram á síðasta dag og hélt meðal annars tvær einkasýningar á grafíkverkum árið2018.

Málverkasafn Tryggva Ólafssonar er staðsett í Safnahúsinu í Neskaupstað, en það opnaði formlega árið 2001. Við það tækifæri færði Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, safninu að gjöf verkið Kronos fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Veg og vanda af stofnun safnsins átti Magni Kristjánsson, skipstjóri og æskuvinur Tryggva og var safnið fyrst til húsa í gamla Kaupfélagshúsi bæjarins, þar sem nú er Hótel Hildibrand.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.