Tæplega fjögurra metra háir skaflar á Fjarðarheiði: Myndir

fjardarheidi_30012013_0027.jpg
Vegurinn yfir Fjarðarheiði milli Héraðs og Fljótsdalshéraðs var opnaður um kaffileytið í dag en hann hafði þá verið ófær síðan á laugardagskvöld. Dýpstu skaflarnir teygja sig í fjögurra metra hæð og á köflum er nær að tala um snjógöng frekar en veg.

„Hann er mjög harðbarinn snjórinn og fastur. Þess vegna gekk þetta svona hægt,“ segir Hrólfur Jónsson verkstjóri hjá Þ.S. verktökum sem sjá um snjómokstur á heiðinni. „Það er mikill snjór en þetta er ekkert rosalegt.“

Segja má að eftir að komið er upp á heiðina frá Héraði liggi vegurinn í 1,5-2 metra djúpum snjógöngum yfir til Seyðisfjarðar þar til komið er framhjá skíðasvæðinu í Stafdal. 

Í brekkunum og beygjunum í kringum Stafdal, Mjósundum og Efri-Stafni er allt á kafi og nokkurra metra snjógöng með allt að fjögurra metra háum snjó á báðar hendur. Hætt er við að ef vind hreyfir lokist heiðin fljótt aftur.

Töluverð bílalest fylgdi í kjölfar mokstursbíls sem kom yfir heiðina frá Seyðisfirði stuttu fyrir klukkan fjögur í dag. Ferjan Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær og lætur úr höfn klukkan átta í kvöld. Flutningar úr og í ferjuna hafa raskast nokkuð.
 
fjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpgfjardarheidi_30012013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.