Tjörvi Hrafnkels hættur í bæjarstjórn: Einbeitir sér að fyrirtækinu

tjorvi_hrafnkelsson.jpg

Tjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi Héraðslistans, hefur sagt af sér embætti. Ástæðuna segir hann vera miklar annir í fyrirtækjum sínum sem starfa í tölvugeiranum. Tjörvi hefur verið í leyfi af þessum sökum frá bæjarstjórninni síðan í september.

 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Tjörvi birti á bloggsíðu sinni í gær. Þar rekur hann að hafi verið forritari hjá HugAx og starfað að uppbyggingu Austurnets ehf. Róttækar breytingar hafi síðan átt sér stað hjá HugAx um áramótinu 2010-11 sem urðu til þess að fyrirtækið er ekki til í dag. Tjörvi ákvað þá að einbeita sér að framgangi Austurnets.

Hann hefur orðið nokkur hraður en fyrirtækið hefur fengið verkefni frá Bandaríkjunum. Stofnað var fyrirtækið AxNorth til að sinna þeim fyrirtækjum. Starfsmenn þess og AN lausna eru orðnir tíu talsins.

„Vegna þessara hröðu framvindu í þessum fyrirtækjum bað ég um ársleyfi frá störfum í bæjarstjórn í september 2011 og fram í september 2012. Nú er ljóst að þróun og framvinda AxNorth og AN þarf áframhaldandi fókus og ljóst að lítið pláss verður fyrir bæjarmálavinnu eins og ég tel rétt er að vinna hana,“ skrifar Tjörvi.
 
„Þegar þessi framvinda fór að skírast nú á vormánuðum þá fór ég yfir það minni fjölskyldu og mínu samstarfsfólki hvað væri rétt að gera gagnvart þeirri skuldbindingu sem ég var kosinn til sem bæjarfulltrúi.
 
Það er mín skoðun að bæjarfulltrúi sem ætlar að standa sig í sínu hlutverki, þurfi að hafa til ráðstöfunar að lágmarki 40 klukkustundir í mánuði ef hann ætlar að stunda hlutverk af metnaði. Það er ljóst að það er erfitt fyrir mig að búa þann tíma til miðað við bæði verkefnastöðu AxNorth og AN Lausna og ekki síður vegna þess hvar fyrirtækin eru stödd í uppbyggingarfasanum.“

Í framhaldi að því tók ég þá ákvörðun að réttast væri að ég stigi algerlega til hliðar sem bæjarfulltrúi Héraðslistans og Ragnhildur Rós Indriðadóttir taki alfarið við mínu hlutverki sem bæjarfulltrúi.“

Tjörvi segir ákvörðunina ekki hafa veriðauðvelda, sérstaklega þar sem hann hafi aðeins verið bæjarfulltrúi í fimmtán mánuði. 

„Ég vona samt að það fólk sem ég hef unnið með í bæjarmálunum og þeir sem kusu mig til að sinna þessu hlutverki, hafi skilning á þessari ákvörðun minni. Vonandi mun svo sú vinna við uppbyggingu frumkvöðla fyrirtækis vera framlag inn sterkara samfélag og gefa fleiri valkosti í atvinnu og þróun atvinnulífs á Fljótsdalshéraði, sem það hefur reyndar þegar gert.“

Tjörvi Hrafnkelsson er einnig formaður stjórnar Austurfréttar ehf. sem heldur úti Agl.is. Austurnet annast alla tæknivinnu fyrir Agl.is.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.