Tíu konur útskrifaðar af námskeiðinu Brautargengi

Tíu austfirskar konur útskrifuðust nýverið af námskeiði Nýsköpunarmiðstöðvar sem ber heitir Brautargengi. Á 15 vikum unnu þær að undirbúningi og þróun fjölbreyttra viðskiptahugmynda sem miða að því að auka við þau atvinnutækifæri sem fyrir eru á svæðinu.


Námskeiðið var undir stjórn Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir verkefnastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem fékk í lið með sér Katrínu Jónsdóttur verkefnastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Austurlandi og einvala lið kennara.

Anna Guðný segir starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar afar stolta yfir fjölda þeirra kvenna sem tók þátt hér á Egilsstöðum og komu þær frá Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Breiðdalsvík.

„Við horfum björtum augum fram á við og vonumst til að geta haldið annað námskeið í haust og fengið til okkar efnilegar og kröftugar konur með hugmyndir sem þær vilja láta verða að veruleika.“

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í gegnum tíðina útskrifað 1200 konur af námskeiðinu Brautargengi. Í könnun sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar Íslands kom í ljós að 80% svarenda segja að þátttaka í Brautargengisnámskeiði hafi stuðlað að betri árangri í rekstri.

Meira en rúmur helmingur þeirra kvenna sem lokið hafa Brautargengisnámskeiði reka fyrirtæki í dag og hafa skapað mikilvæg verðmæti fyrir sjálfar sig og þjóðfélagið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.