Tilkynningar framvegis á þriðjudögum og föstudögum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar á Austurlandi hefur ákveðið að senda framvegis frá sér tilkynningar tvisvar í viku um stöðu Covid-19 faraldursins á svæðinu.

Tilkynningarnar hafa verið daglegar síðustu vikur þótt segja megi að vart hafi greinst smit á svæðinu síðan um miðjan ágúst. Landshlutinn er sá eini sem í dag státar af því að hafa ekkert smit né nokkurn í sóttkví og þannig hefur staðan verið undanfarna viku.

Aðgerðastjórnin hyggst framvegis senda frá sér tilkynningar á þriðjudögum og föstudögum, nema eitthvað sérstakt komi upp.

Á miðvikudag taka gildi minniháttar tilslakanir á sóttvarnareglum. Þær eru þær helstar að íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný sem og starfsemi sem krefst nándar en hægt er að vinna með grímum svo sem hárgreiðsla, ökukennsla og nudd.

Aðgerðastjórnin minnir Austfirðinga á að fylgja áfram settum reglum og sýna aðgát og þolinmæði líkt og gert hafi verið til þessa. „Við höfum til þessa í sameiningu gengið, þrammað, öslað, arkað, róið og siglt – höldum því endilega áfram.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.