Þyrla LHG bíður átekta á Höfn

Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG) bíður nú átekta á Höfn í Hornafirði. Vont veður er á leitarsvæðinu þar sem tugir björgunarsveitamanna leita að týndum manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. 


Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að tugir björgunarsveitamanna hafi verið við leit í nótt ásamt sporhundi. Hundurinn kom með þyrlu LHG í gærkvöld.

Davíð segir að von sé á fleiri leitarhundum á svæðið í dag. Einnig hafi drónar verið notaðir en veðrið á svæðinu í augnablikinu gerir það að verkum að takmörkuð not eru af þeim.

Þeir björgunarsveitarmenn sem leituðu í nótt eru nú í hvíld en um eitt hundrað aðrir björgunarsveitarmenn eru komnir á leitarsvæðið eða eru á leið þangað.

Eins og kom fram í morgun hafa allar björgunarsveitir á Austurlandi og Suðurlandi verið kallaðar út í leitina sem hófst um áttaleytið í gærkvöldi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.