Þrjú snjóflóð lokuðu Fagradal

Þrjú snjóflóð úr Grænafelli lokuðu veginum í Fagradal í morgun. Verið er að opna Mývatns- og Möðrudalsöræfi og jeppafært er orðið á Fjarðarheiði.

Klukkan var langt gengin í níu í morgun þegar vegurinn yfir Fagradal opnaði en honum var lokað vegna óveðurs upp úr kvöldmat í gær.

Þrjú snjóflóð féllu úr Grænafelli, mestur snjórinn úr þeim var á veginum. Eitt þeirra byrjaði nokkuð hátt uppi í fellinum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Reyðarfirði.

Færið þar yfir er þó enn erfitt, mikill skafrenningur neðarlega á dalnum og þröngt á veginum á nokkrum stöðum.

Leiðin yfir Fjarðarheiði var opnuð upp úr klukkan tíu. Eftir er að hreinsa betur af veginum en þar er skráð jeppaleiði. Þá er stutt í að opið verði yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar