Þrír Austfirðingar í prófkjöri Pírata

Þrír Austfirðingar eru meðal þeirra tólf sem gefið hafa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Frestur til að skila inn framboði og vera með í kynningarferli rann út á miðnætti á sunnudag.

Austfirðingarnir eru Sævar Þór Halldórsson, landvörður á Djúpavogi, Stefán Víðisson starfsmaður Alcoa og Kristín Amalía Atladóttir, kvikmyndagerðarkona Hjaltastaðaþinghá.

Kosning í prófkjörinu hefst á miðnætti mánudaginn 20. júní. Fram að þeim tíma verður hætt að tilkynna framboð til prófkjörsins.

Fresturinn sem rann út um helgina var fyrir kynningarferli frambjóðenda. Í tilkynningu frá kjördæmisráði Pírata segir að þeir sem nýti frestinn sem enn er til staðar missi af hluta kynningarferlisins. Skilyrðið er að viðkomandi hafi verið skráður í Pírata fyrir lok 5. júní.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru:

Albert Gunnlaugsson, Siglufjörður
Björn Þorláksson, Akureyri
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Akureyri
Gunnar Ómarsson, Akureyri
Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Akureyri
Hans Jónsson, Akureyri
Helgi Laxdal, Svalbarðsströnd
Kristín Amalía Atladóttir, Hjaltastaðaþingá
Stefán Valur Víðisson, Egilsstöðum
Sveinn Guðmundsson, Reykjavík
Sævar Þór Halldórsson, Djúpivogur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.