Þota frá Lufthansa prófar brautina á Egilsstöðum

Þota merkt þýska flugfélaginu Lufthansa hefur vakið þeirra sem leið hafa átt um flugvöllinn á Egilsstöðum í dag.


Eftir því sem Austurfrétt kemst næst er um nýja vél í flota þýska félagsins að ræða og er verið að reyna hana á flugvöllum á nokkrum stöðum um heiminn, þar á meðal á Egilsstöðum. Hún er af gerðinni Airbus A320. Þær hafa löngum verið vinsæla en Lufthansa fékk fyrstu vélina sem afhent er úr nýrri línu hennar, A320neo í janúar síðastliðnum. Sjö vélar af þessari gerð voru komnar í rekstur um síðustu mánaðarmót.

 

Vélin sem kom í Egilsstaði var afhent þýska flugfélaginu í mars og er því ekki nema þriggja mánaða gömul.

Lufthansa með dótturfélögum er stærsta flugfélag Evrópu, bæði hvað varðar stærð flugflota og farþegafjölda. Það flýgur til 18 áfangastaða í Þýskalandi og 197 staða í 78 löndum um allan heim.

Ríflega 260 vélar eru í flota félagsins. Höfuðstöðvar þess eru í Köln, aðalflughöfnin í Frankfurt en starfsmennirnir flestir í München.

Lufthansa flýgur til Keflavíkur frá Düsseldorf, Hamburg, Berlín, Frankfurt og München. Í samtali við Túristi.is nýverið sagði framkvæmdastjóri félagins að Íslandsflugið væri ein ábatasamasta flugleið þess.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.