Þórunn aftur í lyfjameðferð vegna krabbameins

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, er komin í lyfjameðferð vegna brjóstakrabbameins. Hún hefur dvalist á Sjúkrahúsinu á Akureyri yfir jólin.

Þetta kemur fram í orðsendingu sem Þórunn birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þórunn fór upphaflega í meðferð vegna brjóstakrabbameins í mars 2019 en snéri aftur til þingstarfa í maí.

Þórunn segir að nú hafi meinið komið upp í lifrinni sem sé illa farin. Hún lagðist inn þann 22. desember og hófst lyfjameðferðin á annan dag jóla.

Þórunn segir tíðindin hafa komið sér á óvart þar sem hún taldi glímunni við krabbameinið lokið. Hún kveðst þó horfa fram á við, hafa góðan stuðning fjölskyldu og vina, treysta læknum og njóta góðrar umönnunar hjá einstöku fólki á sjúkrahúsinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar