Þórarinn Ingi vill sölu á öli/áfengi í minni brugghúsum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar vill að smærri áfengisframleiðendur eins og t.d. brugghús á landsbyggðinni hafi heimild til smásölu á öli/áfengi á staðnum. Jafnframt verði þessum brugghúsum gefin afsláttur af áfengisgjöldum.

Þetta kemur fram í frumvarp sem Þórarinn Ingi hefur, ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar, lagt fram á alþingi. 

Í tilkynningu segir að markmið frumvarpsins er að auka við stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðenda og auka samkeppnishæfni þeirra, en mikil gróska hefur verið í greininni undanfarin ár. Þá sérstaklega á landsbyggðinni. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að frekari atvinnutækifærum t.a.m. innan ferðaþjónustunnar.

Fram kemur í greinargerð að sambærileg löggjöf nágrannaríkja Íslands var höfð til hliðsjónar við gerð frumvarpsins og eru báðar aðferðir, þ.e. afsláttur af áfengisgjöldum og leyfi til smærri framleiðenda fyrir sölu á framleiðslustað, viðurkenndar til að auka samkeppnishæfni smærri innlendra áfengisframleiðenda á markaði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar