Þórarinn Ingi sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins

Þórarinn Ingi Pétursson segir að hann sækist eftir 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Framsóknarfólk velur fulltrúa í póstkosningu til að skipa efstu sæti framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í mars n.k.

Í tilkynningu segir Þórarinn Ingi að næstkomandi haust kjósum við fulltrúa til setu á Alþingi Íslendinga. Til að móta samfélagið.

“Ég hef notið þeirra gæða og hlotið þá reynslu að sitja á Alþingi undanfarin misseri. Það er dýrmæt reynsla og tækifæri til að koma áherslumálum samvinnu og félagshyggju á framfæri. Saman förum við áfram veginn,” segir Þórarinn Ingi.

“Málefni bænda eru mér hugleikin en ég sat í fimm ár sem formaður sauðfjárbænda og hef tekið virkan þátt í félagsmálum bænda. Þess vegna er starfsumgjörð landbúnaðarins mér hugleikin og horfur íslensks landbúnaðar. Í landbúnaði felast ótal tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Hagur hinna ólíku landsbyggða eru nátengd dreifðum byggðum og því þarf að efla og styrkja byggð á hverjum stað með áherslu á nýtingu þess sem landið og hafið gefur með sjálfbærum hætti.

Nám óháð búsetu, samgöngur og trygg fjarskipti treysta byggðirnar enda forsenda byggðar að unga fólkið sjái tækifærin, hvar sem þau eru.

Viðspyrna samfélagsins felst í að nýta þau tækifæri sem landið hefur upp á bjóða með skynsömum hætti.
Umfram allt er ég samvinnumaður. Þess vegna aðhyllist ég gildi Framsóknarflokksins um samvinnu, félagshyggju og skynsamlega nálgun á hin ólíku viðfagnsefni samfélags á hverjum tíma með heildarhagsmuni í huga umfram sérhagsmuni.
Því leita ég til ykkar eftir stuðningi.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.