Þjóðfylkingin ekki með lista í Norðaustur

Kjósendur í Norðausturkjördæmi geta valið milli tíu framboða í komandi þingkosningum. Íslenska þjóðfylkingin er ekki þar á meðal.


Forsvarsmenn fylkingarinnar höfðu tilkynnt að hún myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og síðast í gær ritaði einn þeirra á Facebook-síðu hennar að í dag myndi koma „fullskipaðir listar í öllum kjördæmum.“

Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, staðfesti í samtali við Austurfrétt að tíu framboð hefðu skilað inn listum og meðmælendum fyrir tilsettan tíma á hádegi. Þjóðfylkingin er ekki þar á meðal.

Gestur sagðist ekki eiga von á fleiri framboðum eða breytingu. „Það hefur enginn haft samband.“

Þjóðfylkingin hefur sent fulltrúa á nokkra framboðsfundi að undanförnu, þar á meðal á Egilsstöðum á miðvikudagskvöld. Sá fulltrúi var reyndar á lista í Reykjavík suður en bar fundinum kveðju frá Snorra Óskarssyni, oft kenndum við Betel, sem verma átti efsta sætið.

Framboðin tíu í Norðausturkjördæmi eru því:

Alþýðufylkingin
Björt framtíð
Dögun
Flokkur fólksins
Framsókn
Píratar
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Viðreisn
Vinstrihreyfingin - grænt framboð

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.