„Þetta mun ekki hafa nein langtímaáhrif á birkið“

„Mönnum bregður í brún því það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast“, segir Lárus Heiðarson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi um gulann lit sem einkennir birkið í ár.

Ryðsveppur háður veðurfari

Í ár varð birkið gulleitt mjög snemma og fólk velt því fyrir sér hver ástæða þess sé. „Einungis er um að ræða ryðsvepp úr andrúmsloftinu sem leggst á birkið og skilur eftir þennan gula lit“, segir Lárus.

Ryðsveppur þessi er háður veðurfari og aðstæðum þar sem hann fær að grassera. Ef fyrripartur sumars er frekar blautur og rakur, líkt og í ár þá getur þetta gerst.

„Hann er þó engin nýjung og hefur þetta gerst oft áður. Hann hefur verið seinni á ferð og þá runnið saman við haustlitina“, segir Lárus.

Mun ekki hafa nein langtímaáhrif

Lárus fullvissar fólk þó um að það þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. „Fólk hefur áhyggjur af því að það sé að hausta snemma , eða að eitthvað sé að birkinu. En svo er ekki. Þetta mun ekki hafa nein langtímaáhrif á birkið“.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.