„Þetta hefur vakið mikla gleði“

„Okkur finnst mjög skemmtilegt á skautum og þetta er frábært hreyfing. Við fórum til Akreyrar á skautasvellið þar og fannst það alveg frábært! Okkur langaði til að gera eitthvað hér á Egilsstöðum líka, svo við útbjuggum þetta skautasvell í garðinum okkar, “ segir Jana Janicková, íbúi í Litluskógum á Egilsstöðum.

Jana og maðurinn hennar Michal útbjuggu manngert skautasvell í garðinum hjá sér fyrir um þremur vikum og nýta þannig það mikla frost sem hefur verið. „Við smíðuðum tréramma og settum plastdúk yfir sem við síðan fyllum af vatn og látum frostið sjá um restina. Þetta hefur vakið mikla gleði og nágrannar okkar komið við hjá okkur til að vera með. Það væri frábært ef það væri stærra og fleiri gætu notið,“ segir Jana.

Svellið hefur verið vel nýtt af Jönu og fjölskyldu, ásamt vinum úr nágrenninu sem hafa skemmt sér yfir þessu frábæra framtaki þeirra hjóna. „Síðustu tíu daga hefur einungis verið einn dagur sem ekki var nægt frost til að sakuta, svo það ætti ekki að vera mikið mál að útbúa stærra skautasvell í bænum.“

Árið 2011 útbjuggu Jana og Michal ásamt fleira fólki skautasvell við Sláturhúsið sem íbúar gátu notið. „Það var mjög skemmtilegt, en því miður var aðeins of mikill halli á svellinu svo það var ekki alveg nógu góð staðsetning. Það komu um 20 – 30 manns að skauta á hverju kvöldi og var það því vel nýtt. Okkur langar til að gera enn stærra svell í bænum á betri stað sem allir geta komið saman á og skemmt sér. Þetta er fjölskylduskemmtun og því væri gaman að fjölskyldu gætu nýtt sér slíkt svell.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.