„Það sárvantar úrræði“

„Það þarf að opna umræðuna og leita allra leiða til að bæta líðan þeirra sem búa við þennan heilsuvanda. Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru alvarleg samfélagsmein sem við þurfum að taka höndum saman gegn, vinna að úrbótum og hlúa hvert að öðru,“ segir Þórhalla Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um gönguna Úr myrkrinu í ljósið.



Darkness into Light, eða Úr myrkrinu inn í ljósið, var haldin í fyrsta sinn fyrir 9 árum í Írlandi af Pieta House, sem er úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. Fyrst var gengið í Reykjavík í fyrra og með þátttöku í göngunni gefst tækifæri til að heiðra minningu þeirra sem látist hafa af völdum sjálfsvíga og vekja athygli á alvarleika þessa málefnis. Gengið er undir merkjum sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta Ísland til að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum.

Gangan verður í það minnsta á tveimur stöðum á Austurlandi á laugardaginn, á Norðfirði og á Seyðisfirði.

„Við göngum því það er mjög mikilvægt að vekja athygli á sjálfsvígum á Íslandi, sjálfsskaða og forvörnum. Það sárvantar úrræði fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða og einnig stuðning við aðstandendur. Með því að ganga úr myrkrinu í ljósið gefst líka tækifæri til að minnast þeirra á fallegan og táknrænan hátt sem fallið hafa frá í sjálfsvígum og hvetjum við sem flesta til að mæta,“ segir Þórhalla.


Gengið á Norðfirði og Seyðisfirði

Á Norðfirði verður gengið verður frá minningarreitnum við Urðarteig aðraranótt laugardags klukkan 04:00. Gangan er 5 kílómetrar og mun leiðin liggja um göngustíga ofan við bæinn út að Páskahelli.

Á Seyðisfirði verður gengið að sunnudagsins og lagt verður af stað frá íþróttahúsinum klukkan 04:00.

Gengið verður saman inn í sólarupprásina, úr myrkrinu inn í ljósið. Þeir sem eiga eitthvað gult til að klæðast eru hvattir til að gera það.



Gengið til styrktar PIETA húss á Íslandi

Tilefnið er einnig fjáröflun fyrir stofnun PIETA húss á Íslandi sem verður starfrækt að írskri fyrirmynd til að mæta brýnni þörf fyrir úrræði handa fólki í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. Tekið verður á móti frjálsum framlögum á staðnum og til viðmiðunar má nefna að skráningargjald í Reykjavíkurgönguna er 2.800 kr. Þeir sem vilja styrkja Pieta Ísland en komast ekki í gönguna geta lagt inn á reikning 301-26-04104 kennitala 410416-0690.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.