Tafir á umferð um Berufjörð í dag

Ökumenn á leiðinni um Berufjörð í dag geta búist við töfum eftir hádegi vegna framkvæmda sem þar eru í gangi. Varað er við hvassviðri á svæðinu í kvöld.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegna framkvæmda á Hringvegi í Berufirði megi búast við 15-30 mínútna töfum eftir há degi í dag.

Varað er við hvassviðri frá Lóni austur í Berufjörð, allt að 35 m/s í hviðum ekki síst síðdegis og í kvöld.

Út er fyrir hríðarmuggu meira og minna á Fjarðarheiði í allan dag. Snjóþekja er þar og á Möðrudalsöræfum og hálkublettir á Hellisheiði eystri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.