„Það er búið að gera fíkniefni að sjálfsögðum hlut“

„Kannski þarf bara að fara í geggjaða herferð eins og þá sem skilaði okkur því að reykingar og áfengisneysla er nú í sögulegu lágmarki hjá unglingum. Samfélagsmiðlaheimurinn hefur vaxið svo gífurlega á síðustu tveimur árum og er bara orðinn mjög hættulegur og ætti að vera aðaláhyggjuefni allra foreldra í dag,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar á Reyðarfirði.



Sonja skrifaði bréf til foreldra nemenda á elsta stigi grunnskóla á svæðinu, þar sem hún greindi frá því að mikil umræða hafi skapast um samfélagsmiðla sem starfsfólk félagsmiðstöðvanna telji áhyggjuefni.

„Krakkarnir ræða mikið um „flex og flass“ myndir sem þeim eru sendar og mjög oft frá fólki sem þau þekkja ekki, þau eru sem sagt með marga á Snapchat hjá sér sem þau þekkja ekki.“

„Flex-myndir“ merkja að einstaklingar að senda á milli myndir af beru holdi, til dæmis maga og „flass-myndir“ sýna þá brjóst eða kynfæri.

Þetta er ekki það eina sem Sojna biður foreldra að vera meðvitaða um. „Auk þess viljum við líka að láta vita af því að þekktir snapparar eru að sýna sig og aðra taka inn  fíkniefni, til dæmis hefur þekktur tónlistamaður sést mylja og vinna með „læknadóp“, setur amfetamín í kaffið til að „keyra daginn í gang“ og fleira. Við höfum oft tekið umræður um vímuefni en að sjá fræga einstaklinga tala um og taka fíkniefni eins og ekkert sé eðlilegra vegur oft þyngra hjá unglingum og sérstaklega ef þeir eru í áhættuhópum.“



Hætturnar leynast allsstaðar

Sonja segir að hópurinn sem vinnur í félagsmiðstöðvum Fjarðabyggar sé samheldinn og hafi myndað teymi sem ræði mikið saman og láti vita á milli stöðva þegar eitthvað kemur upp.

„Við ræðum þessi mál mikið við unglingana og látum foreldra vita ef okkur þykir ástæða til þess. Við höfum ekki glóru um nema brot af því sem er að gerast þarna og hætturnar leynast allsstaðar. Það eru sífellt að spretta upp hópar og einstaklingar á samfélagsmiðlum sem gefa krökkum jákvæða mynd af fíkniefnum og margar þeirra krefjast þess að þau sendi af sér nektarmyndir, annars verði þeim hent úr hópnum, sem svo dreifast um allt með tilheyrandi afleiðingum. Auðvitað er fjöldinn allur af flottum „snöppurum“ sem eru jákvæðar fyrirmyndir, en þegar þekktir listamenn hvetja til neyslu læknadóps eins og ekkert sé sjálfsagðara erum við komin í slæm mál - þau líta upp til þessara einstaklinga og eiga auðvelt með að glepjast. Það er í rauninni búið að gera fíkniefni að sjálfsögðum hlut og við sem störfum með unglingum hér í Fjarðabyggð höfum miklar áhyggjur af ástandinu.“



Allir þurfa fræðslu

Eru foreldrar nægilega meðvitaðir um vandann? „Almennt ekki held ég og heldur ekki þeir sem eru að vinna með börnum, við þurfum að vinna miklu meira saman. Allir þurfa fræðslu, bæði við fullorðnafólkið hvað er að gerast í þessum heimi og krakkarnir hvernig á að ungangast þessa miðla – þetta getur farið út í algert rugl og er á hraðri leið þangað. Við verðum að fara að taka í taumana og setja einhver mörk, mörg hver eru á góðri leið með að verða skjáfíklar og það er ekkert grín. Einnig held ég að við áttum okkur engan vegin á því hve djúpur þessi heimur er og hvað leynist þarna undir niðri.“

Hvað eiga foreldrar að gera? „Fylgjast með, skoða hvað krakkarnir eru að gera í símanum fyrst og fremst taka þessa umræðu við þau.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.