Sveitarstjórn fagnar bolfiskvinnslu

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps lýsir ánægju með ákvörðun HB Granda um að hefja bolfiskvinnslu þar næsta haust. Þar með séu áhrif innflutningsbanns Rússa milduð.


Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi. Þar segir að innflutningsbann Rússa, sem gekk í gildi síðasta haust, hefði haft mikil áhrif á atvinnulífið á Vopnafirði þar sem HB Grandi hefur byggt upp uppsjávarvinnslu frá árinu 2005.

„Með ákvörðun stjórnar HB Granda hf. viðvíkjandi uppbyggingu bolfiskvinnslu á Vopnafirði kemur berlega í ljós hversu mikils virði öflugt fyrirtæki er fyrir byggðalag sem má afar illa við áfalli samfara viðskiptabanni Rússa,“ segir í bókuninni.

„Útgerð og fiskvinnsla hefur í gegnum árin verið aðalatvinnugrein hinna dreifðu byggða í landinu. Atvinnugreinin hefur gengið í gegnum gríðarmiklar breytingar tilkomnar af bæði náttúrulegum aðstæðum og mannavöldum.

Eftir standa öflug hátæknifyrirtæki sem varðar miklu að standa vörð um þannig að þau geti mætt utanaðkomandi sveiflum og hlúð eftir sem áður að atvinnu í byggðum landsins.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.