SÚN úthlutar styrkjum upp á tæpar 19 milljónir

Síðastliðinn fimmtudag úthlutaði Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Hér er um að ræða fyrri úthlutun ársins en sú síðari verður í nóvember.


Að þessu sinni var úthlutað 25 styrkjum og nam heildarupphæð þeirra 18,7 milljónum króna. Veittir eru styrkir í nokkrum flokkum og eru flokkarnir menning, menntun og íþróttir fyrirferðamestir.

Hæstu styrkina í þessari úthlutun hlutu eftirtaldir:

Nytjamarkaðurinn í Neskaupstað 3,2 milljónir til húsnæðiskaupa.

Fjölskylduhátíðin Neistaflug 3 milljónir.

Hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 2,5 milljónir.

Golfklúbbur Norðfjarðar 2,5 milljónir.

Bjarminn félag um rekstur útfararbíls 1,5 milljónir.

Verkmenntasdkóli Austurlands vegna Tæknidags 500 þúsund.

Hestamannafélagið Blær 500 þúsund

Hljómsveitin Oni vegna útgáfu nýrrar breiðskífu 500 þúsund.

Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð.

Meðfylgjandi er mynd af styrkþegum, stjórn SÚN og framkvæmdastjóra.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.