Styrkja ekki rafrænt þorrablót

Byggðaráð Múlaþings telur að það ekki geta orðið við ósk þorrablótsnefndar Egilsstaða um að veita henni fjárstyrk til að koma á rafrænu þorrablóti á næsta ári. Þorrablóti Seyðfirðinga hefur verið aflýst í ljósi samkomutakmarkana.

Ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkum styrkjum en ekki er öll nótt úti því nefndinni er vísað á næstunni verði auglýst eftir styrkumsóknum fyrir atvinnu- og menningartengd verkefni á næsta ári.

Nefndin óskaði eftir stuðningi þar sem útlit er fyrir að afar erfitt verði að halda þorrablót vegna samkomutakmarkana.

Atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings tók stöðuna hjá öðrum þorrablótsnefndum í sveitarfélaginu og var niðurstaðan sú að þær væru margar að skoða að fresta blóti fram á vor eða jafnvel um ár.

Þegar hefur verið ákveðið að aflýsa blótinu á Seyðisfirði en það hefur alla jafna verið haldið á bóndadag. Hann er 22. janúar á næsta ári en núverandi samkomutakmarkanir gilda til 12. janúar.

Samkvæmt samantekt Austurfréttar um þorrablótin á þessu ári voru níu hefðbundnum þorrablót haldin á svæðinu sem nú er orðið að Múlaþingi fyrir utan blót félagasamtaka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.